Eldað í sveitinni
Það er gaman að elda góðan mat
  • Heim
  • Forréttir
  • Fiskur
  • Kjöt
  • Grænmeti
  • Eftirréttir
  • Brauð
  • Pasta
  • Salöt
  • Súpur
  • Ýmislegt
  • Jól

ORKUBAR

HEIMATILBÚIÐ ORKUBAR

Innihald:

    2 bollar grófvalsað haframjöl
  • 2/3 bolli möndlur, niðurbrytjaðar
  • 1/3 bolli sólkjarnafræ
  • 1/3 bolli graskersfræ
  • 1/3 bolli fræ (hörfræ, sesamfræ...)

Ristið í ofni. Hrærið reglulega í og ristið þar til blandan er ljósbrún.

Bætið við:

    1/3 bolli trönuber
    1/3 bolli þurrkuð kirsuber
    1/3 bolli kókósflögur
    1/3 bolli döðlur
    1/2 tsk salt

Blandið öllu saman í skál og útbúið sírópið:

Síróp:

  • 1/3 bolli síróp
  • 2 matsk hunang
  • 1 matsk púðursykur
  • 1 tsk vanilla extrakt

Setið allt í pott og hitið. Sírópið á að bullsjóða í smá stund. Hllið sírópinu yfir fræblönduna og hrærið. Hér þarf að hafa hröð handtök því sírópið harðnar fljótt. Setjið í form, notið smjörpappír í botninn. Þrýstið blöndunni þéttingsfast niður í formið.

Látið kólna og skerið niður í passlega bita. Setjið í box...frábært sem millimál eða sem hollur eftirmatur.