BÆVERSK EPLABAKA


BÖKUDEIG
100 gr mjúkt smjör
40 gr (1/3 bolli) Confectioner's sykur eða flórsykur
1 egg
40 gr (1/3 bolli möndlumjöl )
½ tsk salt
200 gr (1 1/3 bolli) hveiti
(meira ef þarf)
Aðferð
- Hrærið saman smjörinu og sykrinum í hrærivél.
- Þeytið eggið og setjið saman við.
- Bætið við möndlumjölinu og saltinu.
- Bætið við hveitinu, fyrst helmingnum,hrærið og síðan restinni.
- Hnoðið í kúlu og setjið á bökunarpappír. Fletjið út með bökunarpappír fyrir ofan og undir.
- Setjið á plötu og inn í ískáp og látið hvíla að minnsta kosti í klukkustund.
- Takið út og látið bíða í ca. 5 mín.
- Leggið deigið yfir bökunarformið og mótið að forminu.
- Pikkið með gafli.
- Setjið deigið aftur inn í ískáp og kælið.
- Setjið ofninn á 160´C.
- Bakið í 20 – 30 mín. Látið kólna áður en fyllingin er sett yfir.
FYLLING
1/3 bolli sykur
240 gr rjómaostur
1 - 2 egg
1 tsk vanilla extract
-------
4 epli í þunnum sneiðum, t.d. Pink Lady
1/3 bolli sykur
1/2 tsk kanill
1/2 tsk muldar kardimommur
1/3 tsk negull
1/3 bolli möndluflögur
Aðferð
- Hitið ofninn í 190´C
- Þeytið saman í hrærivél sykri, rjómaosti eggi og vanillu. Setjið yfir bökudeigið.
- Setjið eplin í skál með sykri, kanil, kardimommum og negul. Raðið eplunum yfir fyllinguna í hringlaga munstri.
- Bakið í 40 mín við 190´C.
- Takið út og setjið möndlurnar yfir og bakið í 15 -20 mín til viðbótar

Mynd af kökunni kemur síðar!