Eldað í sveitinni
Það er gaman að elda góðan mat
  • Heim
  • Forréttir
  • Fiskur
  • Kjöt
  • Grænmeti
  • Eftirréttir
  • Brauð
  • Pasta
  • Salöt
  • Súpur
  • Ýmislegt
  • Jól

JÓLAÍSINN

 

Innihald

  • 3 eggjarauður
  • 3 matsk sykur
  • 3 dl rjómi
  • 100 gr dökkt súkkulaði
  • Koníak

Þeytið rjómann.Þeytið saman eggjarauðurnar og sykurinn þar til blandan verður létt og ljós.Hrærið rjómanum varlega saman við eggjahræruna með sleif

Brytjið 2/3 hluta af súkkulaðinu og bræðið 1/3.

Takið 1/4 af blöndunni og hrærið brædda súkkulaðinu saman við. Hrærið niðurbrytjaða súkkulaðinu og koníakinu varlega saman við restina.

 

Setjið í ísform, fyrst hlutann með brytjaðasúkkulaðinu, síðan blönduna með brædda súkkulaðinu.