QUICHE LORRAINE
Hvorki einfalt eða fljótlegt en afar gott!

Fylling að vali hvers og eins, frábært að nota brokkkoli eða blómkál.
Quiche er yfirleitt talið vera franskur réttur en er upprunalega kominn frá Þýskalandi. Orðið quiche er komið af þýska orðinu Kuchen, sem þýðir kaka.
Hefðbundið Quiche Lorraine er aðeins botn með eggjafyllingu og beikoni en með því að bæta lauk við breytist pæið í Quiche Alsacienne.
Ég set í fyllinguna það sem ég á, á sumrin grænmetið úr garðinum og á veturna er tilvalið að gera hefðbundið pæ, aðeins með beikoni og lauk. Fyrir þá sem elska gráðaost er tilvalið að bæta honum við.
Innihald
Botn:
1 1/2 bolli hveiti
1/ tsk salt
150 gr smjör
1 egg
Fylling:
200 gr beikon í litlum bitum
150 gr rifinn ostur, t.d. óðalsostur
½ laukur
1 matsk smjör
4 egg
1 bolli rjómi
½ bolli mjólk
Salt og pipar

Aðferð
Botn: Myljið saman hveiti smjör og salt í skál. Bætið við egginu og hnoðið. Geymið deigið í ískáp í 30 mín eða á meðan þið útbúið fyllinguna.
Fletjið deigið út og setjið í pæ form eða venjulegt kökuform. Pikkið með gafli og setjið eitthvað í botninn, t.d. baunir til að hann lyftist ekki við baksturinn. Ég nota gjarnan álpappír í byrjun til að halda forminu á köntunum sem ég tek af þegar deigið hefur náð að bakast smá. Bakið í ca 20 mín við 180C.
Fylling:
Skerið laukinn í litla bita og látið krauma smá stund í smjörinu, ekki láta hann brúnast. Skerið beikonið í litla bita og steikið.
Þeytið eggin vel og bætið við rjóma og mjólk. Saltið og piprið.
Setjið laukinn í botnin, síðan beikonið. Ef þið notið grænmeti þá setjið þið það næst og hellið eggjahrærunni yfir. Setjið ostin ofaná og hrærið aðeins í maukinu með gafli þannið að osturinn blandist við eggjahræruna.
Bakið í 30 - 40 mín við 180C. Fylgist með, pæið má ekki dökkna of mikið, setjið álpappír yfir ef þarf.
Setjið saxaða steinselju yfir í lokin. Berið fram með salati og það á vel við að hafa glas af rauð-/hvítvíni með!
