Eldað í sveitinni
Það er gaman að elda góðan mat
  • Heim
  • Forréttir
  • Fiskur
  • Kjöt
  • Grænmeti
  • Eftirréttir
  • Brauð
  • Pasta
  • Salöt
  • Súpur
  • Ýmislegt
  • Jól

FISKIBOLLUR

Uppáhalds! Það má breyta þessari uppskrift eftir því sem til er í ískápnum. Lauk í staðin fyrir púrrulauk og bæta við paprikku.

Fyrir 4

Innihald

  • 400 gr ýsa
  • 1/2 púrrulaukur
  • 1/2 tsk salt
  • pipar
  • 1/4 tsk karrí
  • 1 tsk sítrónusafi
  • 1 egg
  • 70 gr smjör til að steikja úr
  • ca 2 matsk mjólk (eða rjómi)
  • 1 matsk kartöflumjöl
  • hveiti, eins og þarf til að fá passlega þykkt deig

Aðferð

Hakkið fiskinn og laukinn. Yfirleitt saxa ég með beittum hníf. Gott að hafa fiskinn grófhakkaðan.

Bætið öllu saman í hrærivélinni og steikið í smjörinu.

Meðlæti: Soðnar kartöflur og ferskt grænmeti t.d salat, tómatar og gúrka.