Eldað í sveitinni
Það er gaman að elda góðan mat
  • Heim
  • Forréttir
  • Fiskur
  • Kjöt
  • Grænmeti
  • Eftirréttir
  • Brauð
  • Pasta
  • Salöt
  • Súpur
  • Ýmislegt
  • Jól

PÖNNUKÖKUR

 

Klassískar íslenskar pönnukökur

Ekkert jafnast á við nýbakaðar pönnukökur með rifsberjasultu og rjóma. Ég var að eignast nýja pönnukökupönnu, teflonpönnu frá Hackmann. Aldeilis frábær.

 

Innihald

2 dl hveiti
1/4 tsk salt
1 tsk sykur
1/2 tsk lyftiduft
(1/8 tsk hjartarsalt)
2 egg
4 - 5 dl mjólk
25 gr smjör
vaniludropar

 

Aðferð

Blandið saman hveiti, salti, sykri, og lyftidufti (og hjartarsalti). Blandið helmingnum af mjólkinni saman við og hrærið kekkjalaust deig. Setjið eggin saman við og þeytið vel. Bætið við mjólkinni. Bræðið smjörið á pönnukökupönnunni og bætið í deigið ásamt vanilludropunum. Bakið þunnar pönnukökur á vel heitri pönnu. Berið fram með sultu/ sírópi og þeyttum rjóma.

 

 

JARÐABERJAPÖNNUKÖKUR

Í júlímánuði fara jarðarberin að birtast í jarðarberjabeðinu. Heimaræktuð jarðarber eru mun bragðmeiri og betri en þau sem eru ræktuð í gróðurhúsunum.

 

Bitið berin í litla birta og stráið 1 - 2 tsk af flórsykri yfir. Látið standa á borði í 30 mín. Þeytið rlóma, blandið berjunum saman við.

Setjið smávegis síróp á pönnukökurnar, jarðarberjarjómann yfir og brjótið saman.

 

Þetta er eftirréttur sem klikkar ekki!