Eldað í sveitinni
Það er gaman að elda góðan mat
  • Heim
  • Forréttir
  • Fiskur
  • Kjöt
  • Grænmeti
  • Eftirréttir
  • Brauð
  • Pasta
  • Salöt
  • Súpur
  • Ýmislegt
  • Jól

OSTAKAKA MEÐ ENGJAÞYKKNI

Frábær eftirréttur.

Innihald

Botninn

150 gr LU Bastrogne kanil kex
50 gr mjúkt smjör.
Stjörnukornið sem er með engjaþykkninu

Kakan

400 gr rjómaostur
140 gr sykur
2 egg (við herbergishita)
150 ml sýrður rjómi
150 gr engjaþykkni
1 tsk sítrónusafi
¼ tsk salt
2 msk maísenamjöl

„Topping”

400 gr frosin kirsuber, hindber eða jarðaber
1/2 bolli sykur
¼ tsk salt
1 tsk sítrónusafi
2 blöð matarlím

Það er mikilvægt að allt sem fer í kökuna sé við herbergishita, ekki nota beint úr ísskápnum.
Form: 20 cm „springform" með bökunarpappír.

Botninn:

  1. Notið blandarann til að mylja kexið. Blandið smjörinu útí. Setjið í skál og blandið stjörnukorninu útí. (Það má líka strá stjörnukorninu yfir)
  2. Setjið blönduna í formið og látið hvíla í ísskápnum á meðan þið útbúið kökuna.

Kakan

  1. Byrjið á að hræra saman rjómaostinum og sykrinum vel saman í hrærivél, allavega í 2 mínútur.
  2. Setjið eggin útí, einn í einu og hrærið á milli. Bætið við sýrðum rjóma og engjaþykkni.
  3. Minnkið hraðann og bætið við maziena og saltinu. Hrærið aðeins nokkra hringi.
  4. Setjið blöduna í formið yfir kexmylsnuna. Sláið forminu niður á borðið nokkrum sinnum til að losna við loftbólur.
  5. Bakið í 50 minútur við 200℃/180℃ blástur. Kakan má fá ljósbrúnan lit en ekki brenna. Látið kólna.

Ávaxtahlaup

  1. Setjið berin og helmingin af sykrinum í pott og látið malla í smástund við meðalhita. Hrærið í reglulega.
  2. Blandið hinum helmingnum af sykrinum við maziena í skál og hrærið saman við kirsuberjablönduna. Látið kraum í smá stund, eða er til blandan hefur þykknað.
  3. Látið kólna og setjið yfir kökuna.