Eldað í sveitinni
Það er gaman að elda góðan mat
  • Heim
  • Forréttir
  • Fiskur
  • Kjöt
  • Grænmeti
  • Eftirréttir
  • Brauð
  • Pasta
  • Salöt
  • Súpur
  • Ýmislegt
  • Jól

CRÈME CARAMEL

Uppskriftin er úr matreiðslubókinni Classic Conran eftir Terene og Vicki Conran. Þar er að finna margar hefðbundnar franskar uppskriftir. Falleg og góð bók!

 


Fyrir 6

Innihald

125 gr sykur
300 dl rjómi
300 gr mjólk
1 vanilllustöng eða 1 tsk vanillu extract
5 egg

Aðferð

Hitið ofninn í 160° C

Bræðið sykurinn í potti. Þegar hann hefur fengið gullinn lit setjið þá ca 2 matsk af sjóðandi eitu vatni útí og hrærið. Sykurbráðin á að verða að þykku sírópi. Setjið karmellusírópið í botninn á 6 litlum formum. Hitið mjólkina og rjómann í potti ásamt vanillunni. Takið af hellunni rétt áður en sýður.

Þeytið eggin þar til þau eru létt og ljós. Látið mjólkurblönduna kólna aðeins og hellið henni saman við eggin. Hellið í formin yfir karmelluna. Bakið í vatnsbaði í ca eina klukkustund eða þar til búðingurinn er stífur. Látið kólna.

Gott að geyma í 6 - 12 klst. Losið búiðnginn frá köntunum með hníf og hvolfið á diska.