SÚRDEIGSBRAUÐ

Súrdeigsgrunnur
Byrjið á að gera súrdeigsgrunn. Það tekur 4 - 5 daga.

Glerkrukka
Dagur 1
2 matsk hveiti
1 matsk rúgmjöl
3 - 4 matsk vatn
Blandið saman í glerkrukku og geymið t.d. út í horni á eldhúsborðinu.
Dagur 2
2 matsk hveiti
1 matsk rúgmjöl
3 - 4 matsk vatn
Dagur 3
2 matsk hveiti
1 matsk rúgmjöl
3 - 4 matsk vatn
Dagur 4
2 matsk hveiti
1 matsk rúgmjöl
3 - 4 matsk vatn
Dagur 5
2 matsk hveiti
1 matsk rúgmjöl
3 - 4 matsk vatn
1 tsk hunang
Dagur 6
Núna ætti súrdeigsgrunnurinn að vera tilbúinn.
Ef ykkur finnst hann ekki nóg „á lífi" bætið við fleiri dögum.
Þennan grunn þarf síðan að næra, viðhalda, með því að gefa sömu hlutföll af vatni og hveiti/ rúgmjöli á hverjum degi. Ef þið sjáið fram á að nota hann ekki í viku þá setjið þið hann í ískápinn. Daginn áður en á að nota þarf að taka hann úr ísskápnum og gefa að borða. Hann er mjög glaður með að fá þá 1 tsk af hunangi til hressingar.
SÚRDEIGSBRAUÐ
Blandið saman í skál:
360 gr volgt vatn
100 gr súrdeigsgrunnur
100 gr heilhveiti
300 gr hveiti
1 1/2 tsk salt

Hrærið saman í skál. Setjið á borð og togið og faldið. Þetta á að taka 5 - 7 mín. Mótið í kúlu.
Setjið í skál, hveiti undir og blautt viskustykki yfir.

BIÐTÍMI: Núna þarf deigið að bíða, í stofuhita í ca 4 klst eða yfir nótt í ísskáp.
FÖLDUN OG MÓTUN

Setið degið á hveitistráð borð og togið og brjótið saman nokkrum sinnum. Toga og brjóta í þrennt, nokkrun sinnum. Notið hveiti ef ykkur finnst degið vera of blautt, en athugið að degið má vera frekar blautt. Setjið í hefunarskál, hveiti undir og yfir, og látið hefast í 4 klst. Þessi tími má vera lengri, t.d. yfir nótt í ísskáp. Stundum byrja ég á brauði um kvöldmatarleitið og læt bíða yfir nótt og stundum að morgni og baka þá sama kvöld.
BÖKUN

Bakað í leirpotti, eða steypujárnspotti. Hitið ofninn í 240 - 250C og hitið pottinn í ofninum. Veltið yfir í pottinn. Auðvelt er að setja í pottinn ef deigið er sett á bökunarpappir. Notið hveiti undir og yfir og skerið með dúkahníf rákir/ munstur í brauðið. Skurðirnir eru bæði flottir og hjálpa brauðinu að lyftast.
Bakið í 40 - 50 mín. Takið lokið af eftir ca 40 mín.


Heimildir:
https://www.youtube.com/watch?v=2FVfJTGpXnU
https://alexandracooks.com/2017/10/24/artisan-sourdough-made-simple-sourdough-bread-demystified-a-beginners-guide-to-sourdough-baking/