Eldað í sveitinni
Það er gaman að elda góðan mat
  • Heim
  • Forréttir
  • Fiskur
  • Kjöt
  • Grænmeti
  • Eftirréttir
  • Brauð
  • Pasta
  • Salöt
  • Súpur
  • Ýmislegt
  • Jól

RAUÐABERGS FLATBRAUÐ

 

Þetta flatbrauð er auðvelt og passsar með öllu. Má gjarnan krydda með kórianderfræum eða ýmsu öðru, t.d. steinselju og dilli.

Innihald:

500 gr hveiri
300 gr vatn
(volgt)
2 tsk pressuger
1 tsk salt
1 tsk lyftiduft
2 msk olía
1 egg

(Krydd)

Aðferð:

Blandið saman volgu vatninu, pressugerinu og ca 100 gr af hveiti. Látið bíða í ca 1 klst. Setjið all útí og hnoðið. Deigið má ekki vera of þurrt, setjið hveiti í þannig að deigið sé mjúgt og frakar blautt. Hvoðið og látið bíða í ca 30 mín. Fletjið út. þetta er ca 7 - 8 flatbrauð.