Eldað í sveitinni
Það er gaman að elda góðan mat
  • Heim
  • Forréttir
  • Fiskur
  • Kjöt
  • Grænmeti
  • Eftirréttir
  • Brauð
  • Pasta
  • Salöt
  • Súpur
  • Ýmislegt
  • Jól

KÚMENBRAUÐ

 

Hér er uppskrift af einföldu hveitibrauði. Kúmeninu má að sjálfsögðu skipta út fyrir annað, t.d. múslí eða sesamefræ. Þessa uppskrift er einnig gott að nota í litlar kúmenbollur eða kúmensnúða

kúmenbrauð

Innihald

1 pk þurrger
30 g smjör
3 1/2 dl volgt vatn (37°)
1 tsk salt
1 matsk kúmen
10 dl hveiti

Aðferð

Leysið gerið upp í volgu vatninu. Bræðið smjörið. Hnoðið saman og látið lyfta sér í ca. 40 mín á volgum stað. (Ég set skálina gjarnan í volgt vatn í vaskinum). Hnoðið aftur og setjið í form. Látið lyfta sér í aðrar 40 mín á volgum stað. Penslið með eggi eða vatni og setjið kúmen ofaná. Setjið brauðið inn í volgan ofninn (40°) og játið hefast. Bakið í ca 40 mín. Hiti  200 C

 

Svo má að sjálfsögðu gera bollur úr deiginu!