Deig
2 tsk ger
1/2 bolli vatn
1/2 bolli mjólk
2 matsk sýrður rjómi
1/4 bolli sykur
1/3 bolli smjör
1 tsk salt
1 egg
3 1/2 to 4 bollar hveiti
Filling
1/2 bolli brætt smjör
1/2 bolli púðursykur
1/2 bolli sykur
3 tsk kanill
4 stk muldar kardimommur
(ristaðar möndluflögur)
Glassúr
brætt suðusúkkulaði með 2 matsk af smjöri
Aðferð
Leysið gerið upp í volgu vatninu.
Í annarri skál; blandið saman mjólk, sykri, bræddu smjöri, salti og eggi. Bætið við tveim bollum af hveiti og hrærið í hrærivél vel saman. Blandið gerblöndunni við ásamt restinni af hveitinu, eða passlega mikið af hveiti til að fá mjúka deigkúlu. Hnoðið á borði og látið hefast í ca 1 tíma. Deigið ætti að tvöfaldast á þeim tíma.
Fletjið út í ferning á stærð við bökunarplötu. Blandið saman innihaldinu í fyllinguna og smyrjið yfir. Rúllið upp og skerið í bita ca. 2 cm á breidd.

Setjið á bökunarpappír og látið hefast í 40 C heitum ofni þangað til snúðarnir eru fullhefaðir. Hækkið hitann í 180 C og bakið í ca 20 - 25 mín eða þar til snúðarnir eru bakaðir.

Setjið súkkulaðiblönduna í sprautupoka (ég geri kramarhús úr smjörpappír) og sprautið yfir.
Ég lofa...þeir eru rosalega góðir.
Njótið!