CROISSANTS

Frakkar baka ótrúlega góð Croissants. Þau Croissant sem ég hef fundið í íslenskum bakaríum eru ekkert lík alvöru frönsku hornunum sem má finna í upprunalandinu. Ég hef einungis fundið fitug innflutt iðnaðarhorn í bakaríunum.
Ég hef verið að gera tilraunir með að baka svona lúxusmorgunverðarhorn. Uppskriftina fann ég í bókinni „French Women Don"t Get Fat" eftir Mireille Guiliano. „Franskar konur fitna ekki vegna þess að þær borða reglulega og skynsamlega. Þær borða með höfðinu standa ekki uppfrá borðum pakksaddar og með sektartilfinningu".
Það tekur 3 daga að búa til hornin eftir þessari uppskrift og það er vel þess virði að leggja það á sig. Ef hornin eiga að vera á morgunverðarborðinu á sunnudagsmorgnum þarf að byrja á föstudegi.

Innihald
1 bolli volg mjólk
2 tsk þurrger
2 1/4 bolli hveiti + 3 msk hveiti
2 msk sykur
1 tsk salt
12 msk smjör
Til að pensla með:
1 egg + 1 msk mjólk
Aðferð
Föstudadskvöld (dagur 1)
- Hitið mjólkina og leysið gerið upp í 1/4 af mjólkinni. Hrærið 2 msk af hveiti útí. Þetta á að vera kekkjalaust. Setjið plast yfir og látið hvíla á volgum stað í ca 30 mín eða þangað til þetta hefur tvöfaldað stærð sína.
- Blandið saman hveiti, salti og sykri í skál.
- Hitið restina af mjólkinni og hrærið henni volgri saman við.
- Setjið hefaða deigið úti hveitiblönduna og hnoðið (í höndum eða með hrærivél.
- Setjið í skál og plast yfir og látið bíða í kæliskáp í 6 klukkustundir.
Laugardagsmorgunn (dagur 2)
- Hnoðið smjörið, sem á að vera við herbergishita saman við 3 msk af hveiti.
- Sáldrið hveiti á borð.
- Takið deigið úr ískápnum og fletjið út í ferhyrning 15 x 40 cm.
- Setjið smjördeigið ofan á 2/3 hluta af ferhyrningnum, hafið 1 cm auðan kant.
- Leggja deigið saman eins og bréf í þrjá hluta.
- Snúið rangsælis og fletjið aftur út í sömu stærð, 15 x 40 cm.
- Leggið deigið aftur saman í þrjá hluta. Endurtakið 2 sinnum.
- Setjið á bakka, plast yfir og látið bíða í 6 klukkustundir.


Laugardagseftirmiðdagur (dagur 2)
Endurtakið samanbrotið tvivsar sinnum, fletjið út í ferning 15 x 40 cm og brjótið saman.
Morguninn sem á að borða crossantið
Takið deigið úr ísskápnum. Fletjið út í hring ca 40 cm þvermál. Skerið fyrst í 4 hluta. Skerið síðan hvern fjórðung í 3 hluta. Rúllið upp með breiða endann fyrst. Penslið með blöndu af eggi og mjólk.
Látið hefast á volgum stað í 40 - 50 mín. Bakið í 20 - 25 mín við 180 - 200 ° C.
Bon Appétit