HAFDÍS PÁLÍNA

Hér eru uppskriftir sem hafa fylgt fjölskyldunni í áratugi og uppskriftir af réttum úr eldhúsinu í Rauðabergi. Þar er grillað, bakað, soðið, steikt og borðað! Áhersla er á heimaræktað grænmeti og kryddjurtir og mat úr íslensku hráefni úr héraði. Á bæjunum í kring um sveitahúsið mitt má nálgast lamb, naut, svín og þær grænmetistegundir sem ekki er hægt að rækta utan gróðurhúsa. Vefurinn er í vinnslu og verður það stöðugt. Það eru komnar inn nokkrar uppskriftir og fleiri eru á leiðinni. Það vantar enn uppáhaldssúpurnar mínar, fiskréttina, og margt fleira.
Þetta er uppskriftabókin mín og ykkur er velkomið að fylgjast með henni verða til og nota uppskriftirnar.

 

04.11 2021

BOLLAKÖKUR MEÐ BLEIKU KREMI

Þessar voru bakaðar fyrir Lilju mína á 6 ára afmælinu og vöktu mikla lukku......meira

 

04.07 2013

RAUÐABERGS HRÖKKBRAUÐ

Þessi uppskrift varð til þegar ég ákvað að baka hafrakex, svona hafrakex eins og ég man eftir úr æsku. Þegar ég fletti upp uppskriftum af hafrakexi sá ég að það var óásættanlega mikill sykur í uppskriftunum. Ég átti uppskrift af hrökkbrauði og ákvað að nýta það besta úr báðum....meira

19.07 2014

TARTE AU CITRON

Fersk og fín sítrónubaka, frábær sumareftirréttur .....meira

18.07 2013

RABARBARASAFT

Austurríkismenn gera frábæran drykk úr blómum svartyllirunna en á Íslandi vex því miður ekki rétt tegund af ylli til að búa til saft. Uppskriftin er byggð á uppskrift af Austurískri Holundersaft....meira